Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Nú eru 58 í einangrun og 120 í sóttkví. Í gær voru 165 í sóttkví og 63 í einangrun þannig að það hefur fækkað í báðum hópum.
Ekkert smit greindist í fyrri eða seinni skimun á landamærunum í gær en einn bíður eftir niðurstöðu mótefnamælingar og annar mældist með mótefni. Á sunnudag greindist eitt smit við fyrri skimun á landamærunum og einn reyndist vera með mótefni.
1.357 voru skimaðir innanlands í gær og 802 á landamærunum.
Nýgengi smita innanlands síðustu tvær vikur á 100 þúsund íbúa er nú 12 sem er talsverð lækkun frá því í gær er það var 13,6. Á landamærunum er nýgengið 3 en var 3,5 í gær.
Ekkert barn yngri en eins árs er með Covid á Íslandi. Þrjú börn á aldrinum 1-5 ára er með smit og eitt barn á aldrinum 6-12 ára. Sjö smit eru í aldurshópnum 13-17 ára og átta á aldrinum 18-29 eru með Covid. 12 smit eru í aldurshópnum 30-39 ára og 13 meðal 40-49 ára. 11 smit eru meðal fólks á sextugsaldri og þrjú hjá 60-69 ára.