Fá jafnmargar bókanir og um ferðavorið 2019

RR Hótel við Hverfisgötu 78. Sumarið lítur vel út í …
RR Hótel við Hverfisgötu 78. Sumarið lítur vel út í bókunum. mbl.is/Árni Sæberg

Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela, áætlar að nýtingin hjá Reykjavík Residence verði yfir 90% í júlí og ágúst. Mikil umskipti séu í rekstrinum sem sé ekki síst að þakka mikilli eftirspurn frá bólusettum Bandaríkjamönnum.

Þá hafi eldgosið í Fagradalsfjalli aukið áhugann á Íslandsferðum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Efnaðir Bandaríkjamenn eru áberandi í sumar, gjarnan 30-65 ára, sem ætla sér í ævintýraferðir á Íslandi. Nýir innviðir styrkja ferðaþjónustuna. Við erum til dæmis stöðugt að bóka miða í nýja Sky Lagoon-lónið í Kópavogi og í nýja náttúrusafnið í Perlunni. Slíkir staðir styrkja Reykjavíkursvæðið í sessi,“ segir Þórður Birgir.

RR Hótel selji gistinguna á svipuðu verði og 2019. Því sé ekki um útsöluáhrif að ræða. Fleiri bókanir hafi borist í maí en í maí 2019 og útlit fyrir 90% herbergjanýtingu í vetur.

Spurður hvort skýringin á góðri nýtingu hjá RR Hótelum sé minna framboð af gistingu en vorið 2019 segir Þórður Birgir að stóru hótelin séu opin fyrir pöntunum. Því sé skýringin ekki minna framboð. Á hinn bóginn hafi framboð íbúða á vef Airbnb minnkað verulega frá 2019.

Keyptu reksturinn af Margréti

RR Hótel eru með gistirými fyrir 350 manns í 150 einingum undir þremur vörumerkjum. Nú síðast tóku RR Hótel yfir Oddsson-hótelið á Grensásvegi en þar eru 77 herbergi. Margrét Ásgeirsdóttir opnaði hótelið árið 2019 en hún rak jafnframt Circle hostel í JL-húsinu ásamt syni sínum Ásgeiri Mogensen. RR Hótel skoða fleiri hótelkaup.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka