Indverska sendiráðið þakkar Íslendingum

Önnur bylgja Covid-19 hefur geisað á Indlandi.
Önnur bylgja Covid-19 hefur geisað á Indlandi. AFP

Indverska sendiráðið gaf frá sér tilkynningu í dag þar sem það þakkaði Íslendingum fyrir þá aðstoð sem þjóðin hefur gefið Indlandi í baráttunni við aðra bylgju þeirra af Covid-19. Íslensk stjórnvöld báðust til þess að senda 17 öndunarvélar til Indlands fyrr í mánuðinum ásamt lyfjum. Þá er sérstaklega þakkað forseta Íslands fyrir stuðningsbréf sem hann sendi þjóðinni.

Í tilkynningunni kemur fram að í fyrsta skipti í 26 daga féllu tilfelli Covid-19 undir þremur milljónum en um 300 þúsund ný tilfelli hafa greinst daglega síðustu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert