Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í íbúðarhúnæði í Bólstaðarhlíð fyrr í dag en kviknað hafði í feitipotti við eldamennsku.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var íbúi búinn að koma pottinum út á svalir þegar slökkviliðið mætti á svæðið. Aðgerðir tóku skamman tíma en slökkviliðið slökkti eldinn og reykræsti síðan húsið.
Engar skemmdir urðu á íbúðinni og enginn slasaðist alvarlega. Þurfi þó að flytja einhverja íbúa hússins á slysadeild til aðhlynningar.