Ekki er lengur rafmagnslaust í hverfinu í kringum Höfðabakka en rafmagnslaust var á svæðinu í rúman klukkutíma nú í kvöld. Öll umferðarljós á svæðinu voru óvirk og þar á meðal öll umferðarljós á Höfðabakkabrúnni en mikil umferð er almennt á brúnni.
Samkvæmt upplýsingum frá Veitum mátti rekja rafmagnsleysið til háspennubilunar við Ártúnsholt og Höfða sem varð kl. 18.30 í dag. Nú er búið að finna bilunina og gera viðeigandi ráðstafanir.
Margir veitingastaðir eru á svæðinu og lá starfsemi þeirra niðri um tíma.
Fréttin hefur verið uppfærð.