Sífellt færri óttast smit

Kvíði vegna Covid hefur minnkað.
Kvíði vegna Covid hefur minnkað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sífellt færri óttast að smitast af kórónuveirunni og ríflega helmingur treystir ríkisstjórninni til að bregðast við neikvæðum efnahagslegum áhrifum tengdum faraldrinum.

Samkvæmt nýjustu könnun Gallup sögðust 47% finna fyrir litlum eða mjög litlum ótta, en 30% svöruðu hvorki né. Kvíði vegna faraldursins hefur einnig minnkað frá síðustu könnun. Töluvert fleiri konur hafa áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum veirunnar en karlar.

Um 30% finnst of lítið gert til að fyrirbyggja eða bregðast við neikvæðum efnahagslegum áhrifum tengdum Covid. Ríflega helmingur treystir ríkisstjórninni til að takast á við efnahagsleg áhrif faraldursins en 36% gera það ekki.

Svör í samræmi við stjórnmálalegar skoðanir

Af könnuninni má draga þá ályktun að þeir sem eru líklegir til að kjósa Miðflokkinn eða Framsóknarflokkinn í næstu alþingiskosningum séu síst hræddir við að smitast af veirunni.

Þeir sem eru líklegir til að kjósa Vinstri græn eða Viðreisn lýsa frekar yfir smithræðslu.  

Áberandi mun mátti sjá milli fólks sem kvaðst styðja mismunandi flokka í svörum við spurningunni hvort ríkisstjórnin geri of lítið til að bregðast við neikvæðum efnahagslegum áhrifum tengdum faraldrinum.

Til að mynda töldu 58% þeirra sem hafa í hyggju að kjósa Samfylkinguna mikið skorta á aðgerðir ríkisstjórnarinnar en einungis 7% framsóknarmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert