Skoða að áfrýja dómi vegna þyrluflugs

Horft frá Hornbjargsvita að Fjölunum undir Hornbjargi.
Horft frá Hornbjargsvita að Fjölunum undir Hornbjargi. mbl.is/Sigurður Bogi

Umhverfisstofnun skoðar að áfrýja dómi sem féll í Héraðsdómi Vestfjarða nýlega í máli þyrlufyrirtækisins Reykjavík Helicopters ehf., þar sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins og tveir flugmenn voru sýknaðir af ákæru fyrir brot gegn náttúruverndarlögum með því að selja þyrluferðir að friðlandinu á Hornströndum og lenda þyrlum þar.

„Við þurfum að taka dóminn til skoðunar með okkar ráðuneyti og skoða hvernig sé rétt að bregðast við honum,“ segir Eva B. Sólan lögfræðingur Umhverfisstofnunar.

Sýknudómurinn byggðist m.a. á því, að sú regla sem sett var í auglýsingu ráðherra um verndaráætlun friðlandsins á Hornströndum hefði ekki haft fullnægjandi lagastoð í náttúruverndarlögum.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tók málið upp á Alþingi í gær og spurði Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra hvort hann teldi ástæðu til að herða löggjöf. Ráðherra sagði að þetta yrði skoðað í ráðuneytinu, en hann hefði ekki svör við því hvað þetta þýddi nákvæmlega eins og staðan væri núna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka