Sóttu slasaða konu á Helgafell

Helgafell.
Helgafell. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fyrir skömmu síðan sótti slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slasaða konu á Helgafell en hún hafði hrasað efst í fjallinu.

Slökkviliðið gekk til móts við konuna en að sögn varðstjóra var hún ekki mikið slösuð og gat mestmegnis gengið sjálf niður fjallið.

Sexhjól eru nú á leiðinni að sækja konuna og munu keyra hana að bílastæðinu. Hún verður síðan flutt á slysadeild til frekari aðhlynningar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert