Stafræn smiðja Vesturlands, FabLab, mun opna móðurstöð á Akranesi og hafa bæjaryfirvöld undirritað samstarfssamning þess efnis við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið auk fjölda annarra samstarfsaðila.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi segir í samtali við Morgunblaðið að smiðjan hafi gríðarlega mikla þýðingu fyrir bæinn: „Með þessu erum við á Akranesi að stuðla að því að við náum að búa okkur betur undir fjórðu iðnbyltinguna, sem á eftir að hafa gríðarleg áhrif á allt, til dæmis með gervigreind, sjálfvirknivæðingu og fleiru.“
FabLab er smiðja búin tækjum og tólum þar sem frumkvöðlum er gert kleift að skapa nánast hvað sem er, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.