Ströng öryggisgæsla í Hörpu

Lögreglu- og sérsveitarmenn fyrir utan Hörpu í dag.
Lögreglu- og sérsveitarmenn fyrir utan Hörpu í dag. mbl.is/Freyr

Öryggisgæslan var ströng í Hörpu í dag í tilefni af fundum Antonys Blinkens, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með íslenskum ráðamönnum.

Lögreglu- og sérsveitarmenn voru á hverju strái og margir hverjir vopnaðir skammbyssum eða hríðskotabyssum.

Þeir vildu greinilega vera við öllu búnir, enda mikilvægt að öryggið sé í fyrirrúmi þegar háttsettur maður á borð við Blinken er í opinberri heimsókn.

Antony Blinken á blaðamannafundi í Hörpu í hádeginu í dag.
Antony Blinken á blaðamannafundi í Hörpu í hádeginu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert