Þjónusta sýslumanna færist á netið

Kristínu Þórðardóttur, formaður Sýslumannaráðs, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Andri …
Kristínu Þórðardóttur, formaður Sýslumannaráðs, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Nýr vefur sýslumanna var opnaður á Ísland.is í dag. Á vefnum er hægt að sækja ýmsa þjónustu sýslumanna með rafrænum hætti, svo sem umsóknir um meistarabréf, rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og gististaðaleyfi.

Þá verður fljótlega hægt að sækja um ökuskírteini og fullnaðarskírteini, breyta lögheimili og forsjá barns og undirrita samninga milli foreldra á vefnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Vefurinn var opnaður af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, Kristínu Þórðardóttur formanns Sýslumannaráðs og Andra Heiðari Kristinssyni framkvæmdastjóra Stafræns Íslands.

Fram kemur í tilkynningunni að mikil aukning hafi orðið í stafrænni þjónustu og sjálfsafgreiðslulausnum undanfarið en 80% þeirra sem hafa sótt sér sakavottorð það sem af er ári hafa gert það í gegnum stafræna sjálfsafgreiðslu í stað þess að mæta á skrifstofu sýslumanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert