Klukkan 16.46 barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um tvo aðskilda gróðurelda í Breiðholti á milli Breiðholtsbrautar og Seljavegar.
Slökkviliðið hefur hafið aðgerðir á svæðinu og eru tveir dælubílar slökkviliðsins mættir á vettvang. Varðstjóri vonar að takist að ná tökum á eldunum fljótt.
Ekki er vitað nákvæmlega hver eldsupptökin eru en að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segja tveir aðskildir eldar ýmislegt.
Búið er að slökkva eldana og tók það slökkviliðið rétt rúma klukkustund.
Fréttin hefur verið uppfærð.