Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) fagnar væntanlegri lögbannskröfu ÁTVR á netverslanir sem hafa milligöngu um sölu á áfengi og höfðun dómsmáls. SUS telur að með þessu sé ÁTVR að sýna fram á fáránleika þess hve mikill aðstöðumunur sé á áfengismarkaði hérlendis og hve langt ríkisstofnun geti gengið út fyrir sitt verksvið.
„SUS fagnar þeirri óútreiknanlegu vegferð sem ÁTVR er á sem varpar ljósi á útþanið sjálfstraust stofnunarinnar án aðkomu ráðherra að málinu,“ segir í tilkynningu SUS.
SUS telur að með þessu hafi stofnunin opinberað afstöðu sína og túlkar það svo að stofnunin fari bæði með löggæsluhlutverk og samkeppnishlutverk á áfengismarkaði hérlendis, þó svo að hún búi yfir einokunarstöðu á markaðnum í skjóli áfengislaga.