Farið að reyna á neyðarruðninginn

Farið er að reyna á neyðarruðninginn sem hér sést, en …
Farið er að reyna á neyðarruðninginn sem hér sést, en hann er fyrir framan varnargarðinn sjálfan. mbl.is/Unnur Freyja

Vinnu við hækkun á varnargörðunum tveimur fyrir ofan Nátthaga miðar vel að sögn Ólafs Rafnssonar, byggingarverkfræðings hjá Verkís, sem hefur haft yfirumsjón með vinnusvæðinu í dag.

Blaðamaður mbl.is ræddi við hann á staðnum í dag.

Aðeins er farið að reyna á neyðarruðning sem útbúinn var rétt framan við varnargarðana sjálfa, en storknað hraun er tekið að hrynja yfir hann. Ólafur virðist þó rólegur yfir því.

Unnið var við varnargarðinn í dag.
Unnið var við varnargarðinn í dag. mbl.is/Unnur Freyja

„Við erum að moka þennan vestari varnargarð upp í átta metra og breikka hann. Við neyðarruðninginn er hraunið komið svolítið þétt að. Þetta heldur því hrauni sem er komið núna,“ segir Ólafur. 

Stefnt er að því að ljúka hækkuninni á næstu tíu dögum og binda menn vonir við að átta metra háir varnargarðar dugi til að stöðva hraunflæðið.

Stefnt er að því að ná varnargarðinum upp í átta …
Stefnt er að því að ná varnargarðinum upp í átta metra hæð. mbl.is/Unnur Freyja
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka