Önnur umræða fjölmiðlafrumvarps menntamálaráðherra fór fram á Alþingi í dag. Óskað var eftir að málið færi aftur fyrir allsherjar- og menntamálanefnd á milli annarrar og þriðju umræðu. Það er því ljóst að ekki ríkir sátt um afgreiðslu málsins.
Frumvarpið fjallar um að mynda tímabundið stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla í gegnum fjárstyrki til þess að gera þeim betur kleift að sinna sínu hlutverki. Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs verði allt að 400 milljónir króna árlega.