Hættusvæði vegna gróðurelda hefur verið stækkað og nær nú yfir allt vestanvert landið auk Austur-Skaftafellssýslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.
Lítil úrkoma hefur verið víða um land síðustu daga og vikur og áfram er þurrkatíð í kortum. Þá hefur næturkuldi ekki hjálpað til.
Í hættustigi felst meðal annars að bannað er að kveikja opinn eld. Sumarhúsaeigendur í grónu landi eru enn fremur hvattir til að vera undir það búnir að ráða við minniháttar eld þar sem hver sekúnda getur skipt máli.
Almannavarnir beina eftirfarandi tilmælum til almennings:
Verði fólk vart gróðurelda á að hringja strax í neyðarlínuna, í síma 112.