Ísland með grænt ljós hjá Bretum

Tower Bridge á Tempsá í London.
Tower Bridge á Tempsá í London. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði eindregið við því í gær að breskir þegnar legðust í ferðalög til annarra landa en þeirra sem hefðu fengið grænt ljós. Ísland er eitt fárra landa þar á meðal.

Í Bretlandi tók á mánudag gildi „umferðarljósakerfi“ um ferðalög, þar sem lönd fá grænt ljós, gult eða rautt eftir smithættu. Í gær tók Boris svo af öll tvímæli um að lönd með gult ljós væru ótæk til þess að fara þangað í sumarleyfi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Aðeins 12 lönd eða svæði fá grænt ljós, sum æði fjarlæg eða fátíð til sumarleyfisferða. Í raun eru þar aðeins þrjú lönd sem telja má til algengra áfangastaða Breta í sumarleyfum: Ísland, Ísrael og Portúgal.

Kristófer Oliversson, formaður Félags í hótel- og gistiþjónustu (FHG), segir þessa yfirlýsingu ánægjulega, en óvíst að hún hafi mikil áhrif.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert