Niðurstöður forvals VG í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður liggja fyrir, en það stóð yfir frá 16. maí og lauk í dag. Valið var í fjögur efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar fyrir alþingiskosningar sem fram fara í haust.
Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:
1. sæti - Katrín Jakobsdóttir með 784 atkvæði í 1. sæti
1.sæti - Svandís Svavarsdóttir með 714 atkvæði í 1. sæti
2. sæti - Steinunn Þóra Árnadóttir með 487 atkvæði í 1.-2. sæti
2. sæti - Orri Páll Jóhannsson með 459 atkvæði í 1.-2. sæti
3. sæti - Eva Dögg Davíðsdóttir með 529 atkvæði í 1.-3. sæti
3. sæti - Daníel E. Arnarson með 516 atkvæði í 1.-3. sæti
4. sæti - Brynhildur Björnsdóttir með 693 atkvæði í 1.-4. sæti
4. sæti - René Biasone með 545 atkvæði í 1.-4. sæti