Könnun LÍ sýndi engan launamun milli kynjanna

Könnunin var lögð fyrir lögfræðinga sem útskrifuðust 2019.
Könnunin var lögð fyrir lögfræðinga sem útskrifuðust 2019.

Kosin hefur verið stjórn fyrir komandi ár í Lögfræðingafélagi Íslands. Á aðalfundi félagsins var einnig farið yfir könnun sem sýnir að atvinnuástand lögfræðinga er betra en það var fyrir fimm árum og ekki er að sjá launamun milli kynjanna.

Könnunin var lögð fyrir lögfræðinga sem útskrifuðust 2019. Fyrir fimm árum var sambærileg könnun lögð fyrir þá sem útskrifuðust 2014. Enginn launamunur mældist milli kynja og atvinnuástand er betra nú en það var þá.

Ólafur Þór Hauksson var endurkjörinn formaður Lögfræðingafélags Íslands
Ólafur Þór Hauksson var endurkjörinn formaður Lögfræðingafélags Íslands mbl.is/​Hari

Bryndís Helgadóttir hefur tekið við sem gjaldkeri félagsins í stað Páls Þórhallssonar. Er þetta í fyrsta skipti síðan 2005 sem Páll tekur ekki sæti í stjórninni. Friðrik Ársælsson kemur inn sem meðstjórnandi í stað Írisar Örnu Jóhannsdóttur. Ragnar Guðmundsson var svo kjörinn varamaður og tekur því við af Hilmari Gunnlaugssyni.

Að öðru leyti helst stjórnin óbreytt en Ólafur Þór Hauksson var endurkjörinn og sinnir því embætti formanns þriðja árið í röð. Þóra Hallgrímsdóttir hélt líka varaformannsembætti sínu fjórða árið í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert