Listi Framsóknar í Reykjavík kynntur

Lilja Al­freðsdótt­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og Ásmund­ur Ein­ar Daðason fé­lags- …
Lilja Al­freðsdótt­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og Ásmund­ur Ein­ar Daðason fé­lags- og barna­málaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Listar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru kynntir á fundi flokksins á Hótel Nordica í kvöld. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra leiða listana tvo, Lilja í suðri og Ásmundur í norðri.

Ásmundur leiddi lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í síðustu kosningum, en gaf það út í upphafi árs að hann sæktist eftir forystusæti í Reykjavík fyrir næstu kosningar og þótti ákvörðunin djörf enda færir hann sig úr sterku vígi flokksins til Reykjavíkur þar sem flokkurinn hefur lengi átt erfitt uppdráttar. Eini þingmaður flokksins í Reykjavík er Lilja Alfreðsdóttir, oddviti í Reykjavík suður.

Í öðru sæti á eftir Ásmundi er Brynja Dan Gunnarsdóttir, frumkvöðull og eigandi Extraloppunnar í Smáralind. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fráfarandi formaður Landssambands eldri borgara, er í þriðja sætinu.

Í Reykjavíkurkjördæmi suður skipar Aðalsteinn Haukur Sverrisson framkvæmdastjóri og formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík annað sætið, en í því þriðja er Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi fyrir Reykjavíkurlistann.

Af öðrum nöfnum á lista má nefna Helenu Ólafsdóttur knattspyrnuþjálfara sem skipar tíunda sætið syðra. Í heiðurssætum listans eru þau Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og borgarfulltrúi, og Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður flokksins.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir er í þriðja sæti á lista flokksins í …
Þórunn Sveinbjörnsdóttir er í þriðja sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert