Nýtt þrívíddarlíkan af eldgosinu við Fagradalsfjall hefur verið birt á facebooksíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Myndirnar voru teknar í gær.
Samkvæmt upplýsingum Jarðvísindastofnunar mælist hraunið nú 38,3 milljónir rúmmetra, sem er um átta milljónum meira en í síðustu mælingu.
Hvað flatarmálið varðar er það núna 2,06 ferkílómetrar en fyrir viku mældist það 1,8 ferkílómetrar.