Beiðni þingmanna um skýrslu frá ríkisendurskoðanda um starfsemi Samkeppniseftirlitsins var samþykkt í dag. Fyrsti flutningsmaður að tillögunni var Óli Björn Kárason, það voru níu þingmenn sem komu að tillögunni og eru þeir úr Miðflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.
Skýrslan á að varpa ljósi á starfsemi og reglugerð Samkeppniseftirlitsins í samrunamálum á íslenskum markaði. Í skýrslunni er meðal annars spurt um hve margar samruna tilkynningar sem bárust Samkeppniseftirlitinu töldust ófullnægjandi, hversu mörg samrunamál sættu frekari rannsókn og hver voru rökin fyrir rannsókninni. Einnig er spurt varðandi þegar skipaður er óháður kunnáttumaður eða eftirlitsnefnd, hvernig Samkeppniseftirlitið metur og tryggir óhæði kunnáttumannsins eða eftirlitsnefndar.
Hagsmunir atvinnulífsins og neytanda eru best tryggðir með því kaup og sala fyrirtækja og rekstrareininga gangi skjótt fyrir sig, Samkeppniseftirlitið hefur nýlega framfylgt breyttum málsmeðferðarreglum og á skýrslan að sýna fram á áhrif breytinganna. Til samanburðar við Evrópusambandið og í Noregi er aðeins 2-3% af tilkynntum samrunamálum færðar í fasa II miða við á Íslandi þar sem að meðaltali 44% mála eru færð í fasa II frá 2017-2020, þetta kemur fram í greinagerð tillögunnar.