Vinnustundum fjölgaði um 3,5 milljónir

mbl.is/Eggert

Nær önnur hver kona á íslenskum vinnumarkaði starfar hjá ríki og sveitarfélögunum en sambærilegt hlutfall meðal karla er 16%. Hefur aukið álag í opinberri starfsemi vegna kórónuveirufaraldursins því einkum lent á konum.

Þetta kemur fram í nýrri greiningu sem unnin var á vettvangi Bandalags háskólamanna, BHM. Bent er á að á liðnu ári hafi aukið álag í opinberu kerfunum vegna faraldursins að stærstum hluta lent á konum í nær öllum löndum Evrópu.

Hér á landi er staðan sú samkvæmt greiningu BHM að konur eru 76% þeirra sem starfa í heilbrigðis- og félagsþjónustu og einnig 76% þeirra sem starfa í fræðslustarfsemi.

Konur eru 60% þeirra sem starfa í opinberri stjórnsýslu og almannatryggingum en til samanburðar vinna konur 45% allra starfa í íslenska hagkerfinu. „Konur búa jafnframt oft við meira vinnuálag heima fyrir en makar þeirra en ólaunuð vinna kvenna innan heimilisins var metin um helmingi meiri en karla í skýrslu velferðarráðuneytisins frá árinu 2015, eða um 14 klst. á viku,“ segir í úttektinni sem um er fjallað í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert