320 milljónir í styrki til orkuskipta

Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að fjárhæð 320 milljónir króna, af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár.

Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða hæstu upphæð sem Orkusjóður hefur úthlutað um árabil og eru megin áherslur nú á ný svið, svo sem þungaflutninga og vinnuvélar. Að auki býður sjóðurinn stuðning til líf- og rafeldsneytisframleiðslu og orkugeymslna. Áframhaldandi stuðningur er við uppbyggingu hleðslunets fyrir rafbíla.

Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og verða veittir í tveimur flokkum, annars vegar til orkuskipta og hins vegar til uppsetningu hleðslustöðva.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka