Bátasmiðjan Rafnar gerir strandhögg

Nýju bátarnir verða öflugasta útgáfa af Rafnar 1100 bátunum til …
Nýju bátarnir verða öflugasta útgáfa af Rafnar 1100 bátunum til þessa. Ljósmynd/Rafnar

Bátasmiðjan Rafnar hefur samið um smíði báta, eftir hönnun stofnandans Össurar Kristinssonar, í samtals sex löndum.

Bátasmiðjan Rafnar ehf. hefur samið um smíði báta eftir hönnun Össurar Kristinssonar, ÖK Hull, í Bandaríkjunum, Hollandi og Tyrklandi. Nú þegar eru Rafnar-bátar smíðaðir í Grikklandi og Englandi auk Íslands.

Rafnar skrifaði nýlega undir samninga við tyrkneska fyrirtækið Aquamarine um framleiðslu, markaðssetningu og sölu Rafnar-báta fyrir almennan markað. Aquamarine er í Izmir í Tyrklandi og hefst smíði fyrsta Rafnar 1100-bátsins á næstu vikum. Í bátasmiðjunni munu starfa 27 manns til að byrja með. Stefnt er að því að þeim fjölgi eftir því sem framleiðslan eykst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert