Beint: Fundur UNICEF um málefni barna

„Getur Ísland orðið fyrirmynd í málefnum barna?“ er yfirskrift fundar …
„Getur Ísland orðið fyrirmynd í málefnum barna?“ er yfirskrift fundar UNICEF. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Get­ur Ísland geti orðið fyr­ir­mynd í mál­efn­um barna?“ heitir fundur sem UNICEF stend­ur fyr­ir klukkan ellefu í dag og er í beinu streymi hér á mbl.is. Í pall­borði verða full­trú­ar allra flokka á þingi.

Staðfest er að Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, verður fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn, Áslaug Arna Svein­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra verður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn, Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son verður fyr­ir VG, Andrés Ingi Jóns­son er full­trúi Pírata, Odd­ný G. Harðardótt­ir fyr­ir Sam­fylk­ingu, Inga Sæ­land frá Flokki fólks­ins og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir er full­trúi Viðreisn­ar á fund­in­um. Miðflokk­ur­inn hef­ur einnig til­kynnt þátt­töku í fund­in­um en ekki hver það verður. 

Sandie Blanchet, yf­ir­maður Brus­sel-skrif­stofu UNICEF, verður gest­ur fund­ar­ins og hún mun fara yfir nýja stefnu ESB um rétt­indi barns­ins út frá sjón­ar­miðum UNICEF. Hjör­dís Eva Þórðardótt­ir, sér­fræðing­ur hjá fé­lags­málaráðuneyt­inu, kynn­ir stefn­una um barn­vænt Ísland. Fund­ur­inn fer fram á ís­lensku, fyr­ir utan er­indi Blanchet. Ótt­arr Proppé, stjórn­ar­maður UNICEF á Íslandi, verður fund­ar­stjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert