„Getur Ísland geti orðið fyrirmynd í málefnum barna?“ heitir fundur sem UNICEF stendur fyrir klukkan ellefu í dag og er í beinu streymi hér á mbl.is. Í pallborði verða fulltrúar allra flokka á þingi.
Staðfest er að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, verður fyrir Framsóknarflokkinn, Áslaug Arna Sveinbjörnsdóttir dómsmálaráðherra verður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Ólafur Þór Gunnarsson verður fyrir VG, Andrés Ingi Jónsson er fulltrúi Pírata, Oddný G. Harðardóttir fyrir Samfylkingu, Inga Sæland frá Flokki fólksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fulltrúi Viðreisnar á fundinum. Miðflokkurinn hefur einnig tilkynnt þátttöku í fundinum en ekki hver það verður.
Sandie Blanchet, yfirmaður Brussel-skrifstofu UNICEF, verður gestur fundarins og hún mun fara yfir nýja stefnu ESB um réttindi barnsins út frá sjónarmiðum UNICEF. Hjördís Eva Þórðardóttir, sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu, kynnir stefnuna um barnvænt Ísland. Fundurinn fer fram á íslensku, fyrir utan erindi Blanchet. Óttarr Proppé, stjórnarmaður UNICEF á Íslandi, verður fundarstjóri.