Bláfugl og Flugvirkjafélag Íslands (FVFÍ) hafa framlengt kjarasamningi sínum sem nú gildir til 28. febrúar 2023 en fyrri samningur rann út í lok janúar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
„Við hjá Bláfugli fögnum því að hafa náð samkomulagi við flugvirkja um framlengingu kjarasamnings enda eru flugvirkjar mikilvæg undirstaða í rekstri okkar,“ segir Sigurður Örn Ágústsson, forstjóri Bláfugls, í fréttatilkynningu. „Samningar þessir eru til marks um vilja okkar til að starfa hér á Íslandi og vaxa með auknum verkefnum sem mun skila af sér fleiri störf hér á landi.“
„Við í samninganefnd FVFÍ eru ánægð með að hafa náð samkomulagi um kjarasamning og að báðir aðilar gangi sáttir frá borði. Þetta hafðist með góðri samvinnu samningsaðila, FVFÍ, Bláfugls og Samtaka atvinnulífsins,“ segir Jóhann B. Finnbogason, formaður samninganefndar FVFÍ í fréttatilkynningu.
Bláfugl var stofnað árið 1999 og hefur starfað eftir íslensku flugrekstrarleyfi frá 2001. Stærð flota Bláfugls er nú 7 flugvélar sem allar sinna verkefnum erlendis, einungis ein sinnir fraktflugi til og frá Íslandi. Aðrar flugvélar Bláfugls eru framleigðar með áhöfn, viðhaldi og tryggingum – svokölluð blautleiga. Allar flugvélar Bláfugls hafa heimahöfn utan Íslands.