Blinken farinn til Grænlands

Blinken veifaði í landganginum áður en hann hélt til Grænlands …
Blinken veifaði í landganginum áður en hann hélt til Grænlands í dag. AFP

Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór eftir hádegið frá Íslandi áleiðis til Grænlands. 

Blinken kom hingað til lands á mánudagskvöld og hefur átt fundi með íslenskum ráðamönnum og utanríkisráðherrum aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þá sat hann fund ráðsins í morgun.

Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar tekur á móti Blinken í Nuuk síðdegis. Bandaríski utanríkisráðherrann mun síðan fara á útsýnispall á klettinum Black Ridge þar sem hann fær fyrirlestur um áhrif loftslagsbreytinga í Grænlandi. Hann mun síðan fara í útsýnisferð með þyrlu yfir innlandsísinn en flýgur áfram til Washington í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert