Katrín og Lavrov funduðu í Hörpu

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Katrín Jakobsdóttir í Hörpu.
Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Katrín Jakobsdóttir í Hörpu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands funduðu í Björtuloftum í Hörpu í dag. 

Meðal efnistaka voru heimsfaraldur Covid, samskipti ríkjanna tveggja og jafnréttis- og mannúðarmál. Orku og loftslagsmál voru einnig rædd með áherslu á norðurslóðir, enda tilefni komu Lavrovs ráðherrafundur Norðurskautsráðsins sem lauik nú í dag.

Krafðist vopnahlés 

Katrín gerði afvopnunarmál að umræðuefni og lýsti þeirri afstöðu að mikilvægt væri að koma þeim aftur á dagskrá eftir bakslag síðustu ára.

Átökin í Palestínu voru einnig rædd, forsætisráðherra ítrekað afstöðu íslenskra stjórnvalda um að vopnahléi yrði komið á tafarlaust og hún hvatti Rússa til að beita sér fyrir varanlegum friði byggðan á tveggja ríkja lausn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka