Fulltrúar norðurskautsríkjanna átta skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu í Hörpu í dag sem fékk heitið Reykjavíkuryfirlýsingin. Með henni áréttuðu þeir skuldbindingu ríkjanna til að viðhalda friði, velsæld og sjálfbærni á norðurskautinu til frambúðar.
Yfirlýsingin telur ellefu blaðsíður og í henni er stefna ráðsins skýrð og hamrað á mikilvægi rannsókna á hinum ýmsu kimum norðurskautsins.
Parísarsamkomulagið er sérstaklega nefnt og mikilvægi þess að ríkin uppfylli skuldbindingar sínar samkvæmt því.