Baldur S. Blöndal
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra afhenti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fyrir hádegi í hamar til marks um formannsskipti í ráðinu.
Stuttu áður höfðu ráðherrar ráðsins undirritað yfirlýsingu, sem héreftir verður kölluð Reykjavíkuryfirlýsingin, um sameiginlega stefnu í málefnum Norðurskauts fyrir komandi áratug.
Íslendingar hafa farið með formennsku í Norðurskautsráðinu síðastliðin tvö ár og hafa fengið mikið lof fyrir sín störf eins og Guðlaugur Þór sagði við Morgunblaðið á dögunum.
„Ég hef núna stýrt ráðinu fyrir hönd okkar Íslendinga síðastliðin tvö ár og það hefur verið sannur heiður að fá að leiða störf á þessum vettvangi. Við höfum fengið mikið lof fyrir störf okkar í ráðinu þessi tvö ár, og það við erfiðar aðstæður, og nú afhendum við Rússum keflið,“ sagði Guðlaugur.