Stálu mynd Helgu til að auglýsa skipulag

Forsíða af kynningu Kópavogsbæjar á hönnunarforsendum fyrir deiluskipulagi Vatnsendahvarfs.
Forsíða af kynningu Kópavogsbæjar á hönnunarforsendum fyrir deiluskipulagi Vatnsendahvarfs. Mynd/skjáskot

Ljósmynd sem Helga Kristín Gunnarsdóttir tók á Vatnsendahæð, sem ætlað var að sýna fram á einstakt útsýni af hæðinni, var notuð í leyfisleysi til að prýða forsíðu kynningar Kópavogsbæjar á breyttu skipulagi hæðarinnar. 

Helga Kristín, sem á og tók ljósmyndina, er einmitt á meðal þeirra sem berjast ötullega gegn þeim breytingum sem lagðar eru til í kynningu bæjaryfirvalda. Stýrir hún ásamt öðrum hópi á Facebook, sem ber heitið Vinir Vatnsendahvarfs, þar sem röskun útivistarsvæðisins er mótmælt. 

Í samtali við mbl.is segir Helga Kristín að henni hafi brugðið verulega við að myndin hennar hafi verið notuð í þessum tilgangi. 

„Þetta er svo galið, því að það er verið að keyra fast á það að fá að leggja hér veg, yfir útsýnið fallega sem er á myndinni,“ segir hún og bætir við að enginn hafi leitað til hennar eftir leyfi fyrir notkun myndarinnar.

Þá segir hún Kópavogsbæ ekki svara neinum erindum sem hópurinn sendir vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu.

Uppfært 21. maí kl. 14:00

Eftirfarandi yfirlýsing barst frá Kópavogsbæ vegna málsins:

„Þau leiðu mistök voru gerð hjá Kópavogsbæ að mynd Helgu Kristínar Gunnarsdóttur var notuð í leyfisleysi í fylgigögnum skipulagslýsingar fyrir nýtt deiliskipulag í Vatnsendahvarfi sem birt var á vefsíðu Kópavogbæjar. Haft hefur verið samband við Helgu, henni greitt fyrir afnotin og myndin fjarlægð. Beðist er velvirðingar á mistökunum.“

Helga Kristín tjáði sig um myndarstuldinn á Facebook.
Helga Kristín tjáði sig um myndarstuldinn á Facebook. Skjáskot af Facebook
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert