Barn brenndist við opinn varðeld

Barn brenndist við opinn varðeld á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Barn brenndist við opinn varðeld á höfuðborgarsvæðinu í dag. mbl.is/Eggert

Í nógu var að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók hennar frá því í morgun og í dag.

Tilkynnt var um hádegisbil að barn hefði brennt sig á opnum varðeldi í umdæmi lögreglustöðvar númer eitt. Sjúkrabifreið flutti barnið á slysadeild til skoðunar og slökkvilið sá um að slökkva eldinn. 

Umdæmi lögreglustöðvarinnar nær yfir Austurbæ, miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur ásamt Seltjarnarnes.

Nokkuð var um tilkynningar um þjófnað og innbrot í atvinnuhúsnæði. 

Stakk mann með sprautunál

Einnig segir í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um aðila sem stakk mann með sprautunál í magann í miðbænum um klukkan hálfeitt. 

Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang en hann fannst stuttu seinna þar sem hann var handtekinn og í framhaldinu vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Fannst sofandi við innbrot

Á sama tíma var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í hverfi í póstnúmeri 105. Maðurinn fannst sofandi inni í íbúðinni og var handtekinn grunaður um innbrot og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert