„Ég átti ekki til orð“

Edda Falak er 29 ára viðskipta­fræðing­ur, íþrótta­kona og áhrifa­vald­ur. Hún held­ur uppi hlaðvarp­inu Eig­in kon­ur ásamt Fjólu Sig­urðardótt­ur sem vakið hef­ur mikla at­hygli. Mark­mið þeirra með hlaðvarp­inu er að vald­efla kon­ur, hvetja til umb­urðarlynd­is og draga úr for­dóm­um í sam­fé­lag­inu.

Edda er gest­ur Berg­lind­ar Guðmunds­dótt­ur í Dag­málsþætti dags­ins. Í brot­inu sem fylg­ir frétt­inni ræðir hún um þetta dæmi um viðhorf læknisins sem sé alls ekki boðlegt á meðal fólks í starfsstéttinni sem konur þurfi að leita til eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Enda eigi siðareglur lækna að koma í veg fyrir að slík viðhorf séu viðruð.

Edda hef­ur verið óhrædd við að láta í sér heyra og staðið þétt með þolend­um of­beld­is og bent á margt sem hún tel­ur að mætti bet­ur fara. Edda er sjálf fórnar­lamb of­beld­is en henni var nauðgað 17 ára gam­alli af þjóðþekkt­um tón­list­ar­manni. Edda tel­ur að sú lífs­reynsla hjálpi henni í dag við að styðja við stúlk­ur í svipuðum spor­um.

Edda fagn­ar því að karl­menn stígi fram og játi að þeir hafi farið yfir mörk en tel­ur að þrátt fyr­ir að lík­lega flest­ir telji sig á ein­hverj­um tíma­punkti hafa farið yfir mörk þá sé mun­ur á því og að nauðga. Í þeim til­fell­um eigi ekki við að biðjast af­sök­un­ar op­in­ber­lega held­ur þarf sá ein­stak­ling­ur að leita sér hjálp­ar.

Hér að ofan má sjá brot úr viðtal­inu en Dag­mál eru aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert