Forseti tyrkneska þingsins gagnrýnir tillögu

Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands. Tyrkir hafa ásakað Bandaríkjamenn um …
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands. Tyrkir hafa ásakað Bandaríkjamenn um að endurskrifa söguna varðandi meint þjóðarmorð Tyrkja á Armenum. AFP

Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, barst á þriðjudaginn bréf frá Mustafa Sentop forseta þjóðþings Tyrklands þar sem hann kom á framfæri sjónarmiðum Tyrkja varðandi tillögu til þingsályktunar um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum sem liggur nú fyrir Alþingi. Þetta kemur fram á vef Alþingis.

Í bréfi sínu til Steingríms heldur Sentop meðal annars því fram að aðgerðir tyrkneska yfirvalda hafi verið nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi tyrkneska og armenska borgara. Meintur íbúafjöldi Armena í Tyrklandi átti að vera einungis 1,3 milljónir fyrir upphaf fyrri heimstyrjaldar. Sentop telur því að ásakanir um að þjóðernishreinsanir Tyrkja á Armenum hafi kostað 1,5 milljón Tyrkja lífið séu ekki á rökum reistar.

Sentop heldur áfram og fullyrðir að ekki sé hægt að lýsa atburðunum á Tyrklandi árið 1915 sem þjóðarmorði þar sem enginn dómstóll hafi lýst yfir að þeir flokkist sem þjóðarmorð. Sentop bendir á að samkvæmt skilgreiningum Sameinuðu þjóðanna á þjóðarmorði sé nauðsynlegt að hafa slíka yfirlýsingu til þess að hægt sé að lýsa slíkum atburði sem þjóðarmorði. Einnig staðhæfir Sentop í bréfinu að ekki er eining innan fræðimannasamfélagsins hvort að atburðirnir sem gerðust 1915 skuli flokkast sem þjóðarmorð.

Í bréfi sínu lýsir Sentop áhyggjum af því að málið mundi varpa skugga á samskipti Íslands og Tyrklands. Hann telur að það sé ekki í verkahring löggjafaþinga að álykta um slík mál.

Á að standa vörð um tjáningarfrelsi þingmanna

Í svarbréfi Steingríms J. Sigfússonar vekur hann athygli á að hann, sem forseti Alþingis, leggi ekki mat á efnislegt innihald þingmála heldur sé hans hlutverk fyrst og fremst að meta hvort mál sem lögð eru fyrir Alþingi uppfylli skilyrði þingskapa og brjóti ekki í bága við stjórnarskrá landsins. Það sé ekki hlutverk forseta Alþingis að leggja bönd á tjáningarfrelsi þingmanna, heldur þvert á móti að standa vörð um það.

Steingrímur bendir einnig á að málið er ennþá ekki komið inn á borð utanríkismálanefndar og að Tyrkir geta sent inn umsögn um ályktunina þegar það gerist.

Kallað fyrsta þjóðarmorð 20. aldarinnar

Í þingsályktunartillögunni  segir, að talið sé að um 600 þúsund til 1,5 milljón Armena hafi látist vegna aðgerða tyrkneska yfirvalda á milli áranna 1915 og 1917. Þær fólu meðal annars í sér pyntingum og aftökum á óbreyttum borgurum en einnig brottflutning Armena um langar leiðir til útrýmingarbúðum sem fáir sluppu lifandi úr. Atburðirnir hafi verið kallaðir fyrsta þjóðarmorð 20. aldarinnar.

Nýverið varð Joe Biden fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að viðurkenna þjóðarmorð Tyrkja á Armenum en einnig hafa meðal annars Evrópuþingið, Evrópuráðið og rússneska þingið  viðurkennt atburðina sem þjóðarmorð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert