Gagnrýna innleiðingu styttri vinnuviku

SGS segir innleiðingu styttri vinnuviku sérlega ábótavant hjá grunn- og …
SGS segir innleiðingu styttri vinnuviku sérlega ábótavant hjá grunn- og leikskólum. mbl.is/Hari

Starfsgreinasamband Íslands segir sveitarfélögin fá algjöra falleinkunn vegna innleiðingar styttri vinnuviku. Flestir skrifstofustarfsmenn hafi getað samið um styttinguna án vandkvæða en hins vegar hafi grunn- og leikskólakennarar fengið litla eða enga styttingu. Sambandið skorar á Samtök íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir betri innleiðingu sveitarfélaganna.

Kjarasamningar við ríki og sveitarfélög voru undirritaðir 2020 og kváðu um styttingu á vinnuviku dagvinnufólks. Starfsgreinasambandið lýsir yfir miklum áhyggjum af innleiðingu sveitarfélaga en segir ríkið og Reykjavíkurborg þó hafa staðið sig betur í að standa við skuldbindingarnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert