Mjög hefur gengið á vetrarforðann

Hálslón. Veturinn hefur verið kaldur og mjög þurr á hálendinu …
Hálslón. Veturinn hefur verið kaldur og mjög þurr á hálendinu eystra. mbl.is/Sigurður Bogi

Staða miðlunarforða Landsvirkjunar er undir meðallagi eftir kaldan og þurran vetur. Þetta upplýsir Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins.

„Þrátt fyrir stöðuna nú teljum við ekki að grípa þurfi til sérstakra ráðstafana til að spara vatn í miðlunarlónum og ef tíðarfar verður hagfellt í sumar og haust muni miðlunarlón fyllast að nýju,“ segir Ragnhildur.

Innrennsli í miðlunarlón Landsvirkjunar hefur verið mjög slakt í vetur. Á Þjórsársvæði og á Austurlandi hefur veturinn verið kaldur og mjög þurr og innrennsli með minnsta móti, en staðan við Blöndu hefur verið hvað skást.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert