Allsherjar- og menntamálanefnd hefur samþykkt tillögu Páls Magnússonar, formanns nefndarinnar, um það að kalla skuli til dómsmálaráðherra, dómstólasýsluna og dómarafélagið til þess að fara yfir þær reglur og viðmið sem gilda um launuð aukastörf hæstaréttardómara.
Tilefnið eru fréttir um hæstaréttardómara sem eru í hálfu föstu starfi sem eru ótengd störfum dómsins, og hvernig það geti haft áhrif á hæfi þeirra til þess að dæma í einstökum málum.
Nefndin ætlar meðal annars að fara yfir hvaða stefna er ríkjandi í reglum varðandi aukastörf og hvernig hagsmunarskráningu þeirra sé varið.
Páll segir málið skiptast í tvö álíka mál. Í fyrsta lagi hvort störf hæstaréttadómara séu ekki það umfangsmikil að það sé hægt að vera í hálfu föstu starfi sem er ótengd störfum dómara. Í öðru lagi að dómararnir séu á meðal launahæstu embættismanna ríkisins svo þeir þurfi ekki að sækja sér afkomu annarsstaðar.
„Hugsunin bak við það er meðal annars að kjör þeirra séu nægilega góð, bæði starfskjör og eftirlaunakjör, að þeir þurfi ekki að sækjast eftir aukatekjum annarsstaðar til þess meðal annars að vernda sjálfstæði þeirra og óhæfi þeirra gagnvart utanaðkomandi aðilum. Það kvikna auðvitað þær spurningar um það hvað verður um þetta óhæfi ef dómarar eiga talsverðan hluta af afkomu sinni undir öðrum en dómstólum, einhverjum aðilum út í bæ," segir Páll.