Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna varðelds í Öskjuhlíðinni í dag. Tilefni varðeldsins var útilífsnámskeið á vegum skóla í borginni í dag. Varast skuli allan opinn eld meðan hættustig almannavarna vegna gróðurelda varir.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins minnir á að enn er í gildi hættustig almannavarna vegna gróðurelda en mikið hefur verið um gróðurelda á suðvesturlandi síðustu daga og vikur, að því er segir í færslu SHS á Facebook.