Stóra upplestrarkeppnin verðlaunuð

Stóra upplestrarkeppnin var verðlaunuð í dag.
Stóra upplestrarkeppnin var verðlaunuð í dag.

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 26. sinn í dag. Í ár hlaut Stóra upplestrarkeppnin Foreldraverðlaun Heimilis og skóla. Einnig var Ingibjörg Einarsdóttir útnefnd Dugnaðarforkur Heimilis og skóla og veitt voru tvenn Hvatningarverðlaun að þessu sinni.

Hvatningarverðlaunin hlutu Söngleikurinn Annie frá Víðistaðaskóla og verkefnið Sjálfbærni og minni matarsóun hjá heilsuleikskólanum Urðarhóli. Sérstök dómnefnd fór yfir allar tilnefningar líkt og vant er og valdi verðlaunahafa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert