Telja sig hafa stórsmyglara í haldi

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði málið í samvinnu við spænsku lögregluna.
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði málið í samvinnu við spænsku lögregluna. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan á Suðurnesjum hefur í gæsluvarðhaldi mann sem hún telur höfuðpaur skipulagðs og umfangsmikils fíkniefnasmygls á milli Íslands og Spánar. 

Vísir greindi fyrst frá. 

Málið var unnið í samstarfi með spænsku lögreglunni og fékkst maðurinn farmseldur til Íslands í mars, frá Spáni. Þá eru fjórir til viðbótar í varðhaldi lögreglu, grunaðir um aðild að málinu. Lögreglan flokkar starfsemina sem skipulagða glæpastarfsemi. 

Fram kemur í umfjöllun Vísis að um sé að ræða smygl á miklu magni af MDMA-töflum, LSD- skömmtum, kannabisefnum og metamfetamíni. 

Maðurinn sem talinn er vera höfuðpaur starfseminnar er ekki íslenskur ríkisborgari. Hann er fæddur árið 1996 og er því 25 ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert