Tvær hryssur köstuðu tvíburum hestsins Álfaskeggs

Folöldin undan Kló frá Einhamri 2 og Álfaskeggi frá Kjarnholtum …
Folöldin undan Kló frá Einhamri 2 og Álfaskeggi frá Kjarnholtum 1 með annarri staðgöngumóðurinni, Rauðku frá Barði.

Folöld sem tvær hryssur köstuðu um miðjan mánuðinn eru tvíburar og það sem meira er þá eru þau undan fyrstuverðlaunastóðhestinum Álfaskegg frá Kjarnholtum 1 og hryssunni Kló frá Einhamri 2.

Tæknin var notuð til að tryggja örugga meðgöngu og heilsu hryssunnar, það er að segja fósturvísaflutningur. Þess vegna ganga tvíburarnir nú hvor með sinni staðgöngumóðurinni.

Sjaldgæft er að hryssur kasti tveimur heilbrigðum folöldum, mun sjaldgæfara en hjá öðrum helstu búfjártegundum. Meira er þó orðið um tvíburafolöld eftir að fósturvísaflutningar urðu algengari.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, að tvíburafolöld séu ekki tilkynnt og því liggi ekki fyrir neinar tölur um hversu algeng þau eru. Hún segir þó að komið hafi í ljós við fósturvísaflutninga að meira sé um að tvö egg frjóvgist heldur en áður var haldið. Hins vegar sé sjaldgæft að fóstrin lifi meðgönguna af. Vel geti farið svo að annað eggið fari mjög snemma og hitt eða jafnvel bæði fóstrin síðar á meðgöngunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert