Svifdrekaflugmaður sem tók á loft við Lágafell á Uxahryggjaleið, nálægt Þingvöllum, rétt eftir hádegi í dag fannst síðar heill á húfi við Seljalandsfoss.
Eftir að samband slitnaði við flugmanninn var Landhelgisgæsla beðin um að svipast um eftir honum við Hrafnabjörg ofan við Þingvelli.
„Að sögn er flugkappinn enn í skýjunum eftir flugið en vegalengdin sem hann flaug er nálægt Íslandsmeti í greininni,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var fengin til að svipast um eftir svifdrekaflugmanni í nágrenni við Hrafnabjörg, ofan...
Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Föstudagur, 21. maí 2021