Vesturhús OR endurbyggt

Útveggir verða rifnir og nýir byggðir á Vesturhúsi Orkuveitu Reykjavíkur. …
Útveggir verða rifnir og nýir byggðir á Vesturhúsi Orkuveitu Reykjavíkur. Breytingin verður töluverð. Tölvuteikning/Hornsteinar Arkitektar

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks hf., skrifuðu í gær undir verksamning um úrbætur á Vesturhúsi höfuðstöðva OR að Bæjarhálsi 1.

Verkefnið var boðið út og var tilboð Ístaks lægst. Það hljóðaði upp á 1.581 milljón fyrir utan virðisaukaskatt. Framkvæmdir eiga að hefjast í næstu viku og er áætlað að verkið standi í 22 mánuði, samkvæmt upplýsingum frá OR.

Alvarlegar rakaskemmdir komu í ljós í Vesturhúsinu síðla árs 2015. Tveimur árum síðar var ákveðið að loka húsinu og færa starfsemina í því annað. Ítarleg valkostagreining var gerð og niðurstaðan varð sú að fjarlægja gallaða útveggi, rétta húsið af og endurbyggja veggina.

Samningurinn við Ístak markar tímamót í þessari sögu. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, sagði að verkefnið passaði vel inn í verkefni Ístaks og þeir séu spenntir fyrir samstarfinu við OR um endurbæturnar á Vesturhúsinu. gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert