Vill ekki þiggja neina ríkisstyrki

Gísli Freyr Valdórsson ritstjóri Þjóðmála varar mjög við hugmyndum um beina ríkisstyrki við fjölmiðla. Þá geti miðlarnir orðið háðir duttlungum stjórnmálamanna, sem geti jafnframt farið að setja fjölmiðlum fyrirmæli um hvað þeir megi eða eigi að fjalla um. Þjóðmál þiggi þannig enga ríkisstyrki, eins og sérstaklega og skilmerkilega sé fram tekið fremst í tímaritinu.

Þjóðmál eru ársfjórðungsrit um stjórnmál, menningu og fleira, frá sjónarhóli hægrimanna. Vorhefti þess kom út fyrir skömmu og af því tilefni er rætt við Gísla Frey í Dagmálum, streymisþætti Morgunblaðsins, sem opinn er öllum áskrifendum blaðsins. Þar er farið yfir erindi Þjóðmála og efni nýjasta tölublaðs, í bland við umræðu um fjölmiðlun, þjóðmálaumræðu á Íslandi og stjórnmálaviðhorfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert