Bjart með köflum á vestanverðu landinu

Hitinn nær rúmlega 10 stigum á suðvestanverðu landinu í dag.
Hitinn nær rúmlega 10 stigum á suðvestanverðu landinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag er útlit fyrir norðaustan- og austanátt 5 til 13 metra á sekúndu. Bjart verður með köflum á vestanverðu landinu, en skúrir á stöku stað, einkum síðdegis. 

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands að úrkomusvæði úr austri hefur borist yfir austurhelming landsins og þar verður því rigning eða slydda af og til, en snjóar í fjöll. Hiti nær rúmlega 10 stigum þegar best lætur á suðvestanverðu landinu, en kaldara austanlands. Morgundagurinn býður síðan upp á nánast sama veður og dagurinn í dag. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag (hvítasunnudag):
Norðaustan og austan 8-13 m/s, en dregur úr vindi síðdegis. Bjart með köflum og stöku skúrir á vestanverðu landinu, en rigning eða slydda af og til á austurhelmingi landsins. Hiti 2 til 10 stig, mildast suðvestan til.

Á mánudag (annan í hvítasunnu):
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og dálitlar skúrir á víð og dreif. Hiti 3 til 10 stig, svalast við norðausturströndina.

Á þriðjudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt, en 5-10 með suðvesturströndinni. Léttskýjað á norðanverðu landinu, en skýjað með köflum syðra. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast vestanlands.

Á miðvikudag:
Sunnan og suðaustan 3-8 og léttskýjað, en 8-13 og skýjað á Suður- og Vesturlandi. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast norðan heiða.

Á fimmtudag og föstudag:
Suðlæg átt og væta með köflum, en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert