Ekkert kórónuveirusmit greindist í gær, hvorki innanlands né á landamærunum, samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna.
Tölfræði á covid.is er ekki uppfærð um helgar, en í gær voru 48 í einangrun og 157 í sóttkví. Ekkert innanlandssmit greindist í fyrradag.
„Það er óskandi að Daði og Gagnamagnið fái fleiri stig en Covidstig/tölur dagsins eru,“ segir í tilkynningu frá almannavarnadeild.