Hætt við leikskóla á Hagatorgi

Hagatorg.
Hagatorg. mbl.is/RAX

Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag tillögu borgarstjóra um að fela umhverfis- og skipulagssviði að þróa hugmyndir um aukna nýtingu Hagatorgs og skilgreina það sem torg í biðstöðu.

Þar með er fallið frá fyrri hugmyndum um að reisa leikskóla til bráðabrigða á torginu. Einnig hefur borgin fallið frá áformum um að reisa leikskóla við Vörðuskóla á Barónsstíg, a.m.k. um sinn.

Markmið tillögunnar sé að kanna tækifærin sem felast í því að hugsa Hagatorg sem fjölnota almenningsrými eða almenningsgarð sem taki einnig mið af nálægð þess við Melaskóla, Hagaskóla og nærliggjandi byggingar. Rýni á samgöngumálum og umferðaröryggi verði hluti af verkefninu með sérstakri áherslu á öruggar göngutengingar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að Hagatorg hefði mikla sérstöðu sem stórt grænt rými í vesturborginni enda orðið fátt um fína drætti hvað varðar græn svæði í þar. Tækifæri kunna að felast í því að efla það sem almenningsrými. Bráðabirgðalausnir í leikskólamálum samrýmist með engu móti þróun almenningsrýmis við Hagatorg . sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert