Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir upp í búðir 4 á Everest-fjalli. Þar er aftakaveður og hafa tjöld fokið.
Þrátt fyrir það líður köppunum vel að því er fram kemur í facebookfærslu. Þeir munu því bíða af sér vindinn og stefna á að reyna við topp fjallsins annað kvöld.
Heimir og Sigurður ganga upp á fjallið til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. Þeim sem vilja leggja köppunum lið á lokametrunum er bent á söfnunarsíðu félagsins:
Strákarnir eru komnir í Camp 4, þar er aftakaveður og tjöld hafa fokið. Þeim líður vel þrátt fyrir það, eru mjög...
Posted by Með Umhyggju á Everest on Laugardagur, 22. maí 2021