Með farþega í skottinu

Skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bifreið í miðborginni, en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Þá voru of margir farþegar um borð í bifreiðinni, en farþegi fannst í farangursgeymslu bifreiðarinnar. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Á miðnætti var tilkynnt um líkamsárás Í Breiðholti. Þrír ungir menn í annarlegu ástandi voru handteknir grunaðir um líkamsárás, brot á lögreglusamþykkt og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu, en áverkar vegna árásarinnar voru ekki miklir. 

Talsverður fjöldi ökumanna var stöðvaður í nótt og gærkvöldi, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna, áfengis eða án réttinda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert